Bátar í varðveislu Byggðasafns Vestfjarða

Hermóður ÍS 482

var smíðaður af Fali Jakobssyni í Bolungarvík og sonum hans Jakobi og Sigmundi árið 1928. Með milligöngu Einars Guðfinnssonar keypti Hermann Hermannsson á Svalbarði í Ögurvík bátinn árið 1930. Hermann gerði hann út þaðan til ársins 1945 og eftir það frá Ísafirði til 1956. Það ár seldi hann bátinn Gunnari og Magnúsi Jóhannessonum á Skarði í Skötufirði. Hermóður komst í eigu Sverris, sonar Hermanns Heramnnssonar árið 1974.

Upp